Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhersla á ábyrgð og aðhald 
í fjármálum Suðurnesjabæjar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 7. apríl 2023 kl. 06:57

Áhersla á ábyrgð og aðhald 
í fjármálum Suðurnesjabæjar

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að vinnsla fjárhagsáætlunar verði samkvæmt því ferli sem lagt er til í minnisblaði frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um fjárhagsleg markmið og vinnslu fjárhagsáætlunar 2024-2027. Þá var samþykkt samhljóða eftirfarandi megin markmið við vinnslu fjárhagsáætlunar 2024:

Megin markmið verði að stand-ast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%.

Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári á næstu árum til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára.

Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum þannig að lántökum verði haldið í lágmarki.

Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera.

Gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags.